UM OKKUR
Matvex er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á haustmánuðum 2012. Í upphafi var helsta starfsemi fyrirtækisins að selja ferska bleikju í mötuneyti fyrirtækja og skóla. Eftir því sem tíminn leið hefur vöruúrval Matvex aukist verulega. Í dag má segja að Matvex sé heildsala með fersk matvæli, þar að segja allar tegundir af kjöti, kjúkling og fisk. Einnig framleiðir Matvex mikið af elduðum réttum og öðrum forsteiktum vörum.
STARFSMENN
Aðalsteinn Sesar Pálsson
Framkvæmdarstjóri
Aðalsteinn er útskrifaður viðskiptafræðingur og hefur unnið í kjötvinnslum og kjötverslun í næstum 15 ár.
Páll Jóhannes Aðalsteinsson
Sölustjóri
Páll er lærður kjötiðnarmaður en hefur starfað sem sölumaður í matvælageiranum í næstum 30 ár.
Kristófer Leví Pálsson
Bílstjóri
Kristófer er stúdent frá Tækniskólanum, hefur unnið í matvælageiranum í 10 ár, bæði í afgreiðslu og sem bílstjóri.
Matvex hefur yfir að ráða nokkrar starfsstöðvar sem meðal annars framleiða og forsteikja vörur í vörulínu Matvex. Þar er aðstaða og aðbúnaður í framleiðslu á slíkum vörum til algjörar fyrirmyndar.
Matvex er í samstarfi við KH flutningar sem sér um stærsta hluta af dreifingu vara til viðskiptavina.